Verklegri helgi lokið

Helgina 20.-21. júní fór fram verkleg helgi á vegum IntensivePT einkaþjálfaraskólans. 30 nemendur voru mættir með það að markmiði að læra og hafa gaman, tel ég að það hafi tekist að öllu leyti.

Hópurinn sem mætti á verklega helgi hjá IntensivePT dagana 20.-21. júní 2020.

Hópurinn sem mætti á verklega helgi hjá IntensivePT dagana 20.-21. júní 2020.

Hópurinn var mjög samheldinn strax frá byrjun og vann feykilega vel saman, enda allir með sama markmið fyrir stafni. Það var farið í gegnum hreyfiferla, tækni og mismunandi aðferðir á fjölmörgum lyftum, bæði með ketilbjöllum og stöngum, sýnt frá notkun kinesioteips, framkvæmt hreyfi- og liðleikapróf ásamt fitumælingu, en stærstan hluta helgarinnar voru nemendurnir sjálfir í hlutverki þjálfara þar sem þeir fengu að spreyta sig við þjálfun þessara hluta ásamt því að þjálfa einstakling á þann hátt sem þeir vilja sem var eitt af verkefnum helgarinnar til þess að fá æfingu og reynslu.

Það var virkilega gaman að sjá hvað nemendurnir voru fljótir að kynnast og mynda tengsl sín á milli, það er mikilvægt þegar kemur að því að byggja upp sambönd innan einkaþjálfarageirans í framtíðinni.

Í lok helgarinnar voru 10 nemendur í hópnum sem höfðu þegar lokið lokaprófinu og fengu því útskriftarskírteini í hendurnar sem viðurkenningu um að hafa lokið náminu.

Einnig veittum við nemanda frammistöðuverlaun IntensivePT fyrir virka og góða þátttöku.

Á sama tíma og við þökkum öllum sem tóku þátt fyrir frábæra helgi, viljum við óska öllum þeim sem útskrifuðust innilega til hamingju með áfangann og hlökkum við til að fylgjast með ykkur öllum á komandi tímum.

Ingibjörg Yrsa með frammistöðuverðlaunin sín eftir helgina.

Ingibjörg Yrsa með frammistöðuverðlaunin sín eftir helgina.

Guest User