Einkaþjálfara-Réttindi

 

Vinna á Íslandi

Það er alltaf auðveldast að byrja að vinna í heimalandinu. Á Íslandi kanntu tungumálið og þekkir markaðinn. Það verða sjaldan samskiptaörðugleikar við viðskiptavinina. Óháð því hvernig þú velur að gera hlutina í framtíðinni þá mælum við með því að byrja á Íslandi.


Þjálfa fyrirtæki

Frábær leið til þess að brjóta upp hversdagslegu þjálfunina og vinna með skemmtilegum hóp. Fyrirtæki sækja í meiri mæli eftir aðstoð einkaþjálfara til þess að þjónusta starfsfólkið sitt.


Vinna erlendis

Erlendis hefur verið tekið vel á móti þjálfurum með réttindin okkar. Fyrir utan að hafa vottun frá EuropeActive höfum við lagt áherslu á að hafa réttindin alþjóðleg. Þjálfarar frá okkur vinna núna í USA, Ástralíu, Brasilíu og Möltu svo eitthvað sé nefnt.


Þjálfa íþróttafólk

Frábært og metnaðarfullt starf. Eftir menntunina átt þú möguleika á að aðstoða íþróttafólk að hámarka árangur sinn í sinni íþrótt, hvort sem það er einstaklingur eða íþróttafélag.


Fjarþjálfun

Nokkrir af okkar nemum bjóða upp á meiri hluta þjónustu sinnar á netinu. Aðferð sem er notuð í vaxandi mæli með hverju árinu sem líður. Í fyrirlestrinum “Að vinna sem einkaþjálfari” tölum við yfir það hvernig er að vinna með fjarþálfun og hvernig maður markaðssetur sig og margt fleira. 


Vinna sem fyrirlesari

Á ákveðnum sviðum getur þú haft mikla þekkingu og getur þannig selt fyrirlestra. Þá getur þú selt t.d til skóla, fyrirtækja og stofnana. Það er allfat gaman að miðla þekkingu sinni.


Að ráðleggja um mataræði

Í fyrirlestrunum um næringarfræði, lífefnafræði og fæðubótarefni færðu ákveðin verkfæri í hendurnar til þess að aðstoða fólk með mataræðið sitt. Einkaþjálfarar þurfa að vera tilbúnir að takast á við þau verkefni að aðstoða fólk með mataræðið sitt.


Að kenna hóptíma

Réttindin okkar krefjast mun meiri þekkingar en flest réttindi til þess að kenna hóptíma. Þetta getur verið góð leið til þess að sýna hvað í þér býr og næla þér í kúnna fyrir framtíðina.