Námið er byggt upp til þess að útskrifaðir einkaþjálfarar séu tilbúnir til þess að takast á við vinnumarkaðinn. Fyrir utan það að námsskráin okkar er vönduð og yfirgripsmikil, bjóðum við upp á allt námið á aðeins 1.980 Evrur! Í bóklega partinum eru lifandi fyrirlestrar sem fara fram einhversstaðar á milli kl 17:00 – 22:00 í 2 vikur sem líkur síðan með verklegri helgi í Reykjavík. Allir fyrirlestrar vistast inn á heimasvæðið þitt og þú getur horft á þá eins oft og þú vilt
Þar sem að allir fyrirlestrarnir vistast hjá þér getur þú tekið þér allan þann tíma sem þú þarft til þess að læra námsefnið og þar með stjórnað því á hversu löngum tíma þú klárar námið.


Bóklegur Grunnur:

Líffærafræði

Þú þarft m.a. að kunna að skilgreina:

  • 100 mikilvægustu vöðvana okkar, upptök þeirra og festur, Hlutverk þeirra og hvernig þeir hreyfa sig.

  • 100 mikilvægustu beinin ásamt því að þekkja beinagrindina út frá hlutverkum beinanna við hreyfingu.

  • Hvernig líkaminn hreyfir sig út frá anatómískri grunnstöðu líkamans.

  • Hvaða tegundir vöðvaþráða finnast í líkamanum, eiginleikar þeirra og hvernig æfingar hafa áhrif á mismunandi vöðvategundir.

  • Hvernig vöðvasamdráttur virkar með Myosín, Aktín og Tróponín.

  • Hvernig næringarefni hafa áhrif á vöðva og bein.

  • Hvaða tegundir af liðum við höfum og hvernig þeir virka.

  • Uppbyggingu brjósks og liðbanda.

Lífeðlisfræði

Þú þarft m.a. að kunna að skilgreina:

  • Anatómíu hjartans og virkni þess.

  • Hvernig loftskiptakerfið virkar.

  • Blóðrás og hlutverki blóðsins.

  • Hvernig taugakerfið starfar.

  • Eðlileg gildi blóðþrýstings, hámarkspúls, hvíldarpúls ofl.

Þjálffræði

Þú þarft m.a. að kunna:

  • að sýna, útskýra og framkvæma 4 mismunandi tegundir af teygjum

  • mikilvægustu reglurnar okkar þegar kemur að þjálfun

  • að búa til prógrömm

  • munurinn á náttúrulegra hreyfinga (functional movements) og ekki náttúrulegra hreyfinga

  • framkvæma mismunandi tegundir af líkamsmælingum

  • að greina mismunandi mælingar eins og t.d súrefnisupptöku ofl.

  • að geta framkvæmt ýmis próf eins og jafnvægispróf, hreyfigetu, styrk, endurheimt ofl.

  • að geta útskýrt hvað gerist í líkamanum þegar við æfum loftháð þol og loftfirrt þol

  • að útskýra hugtök eins og, sprengikraft, snerpu, þrek, samhæfingu ofl.

  • mismunandi kenningar um harðsperrur og teygjur

  • lesa og túlka rannsóknir


Næringarfræði

Þú þarft að geta gert grein fyrir:

  • Uppbyggingu kolvetna, prótína, amínósýra og fitu ásamt starfsemi þeirra

  • ráðlögðum skömmtum af ákveðnum næringarefnum

  • vítamínum og steinefnum og virkni þeirra í líkamanum

  • hvernig þú reiknar orkuþörf líkamans

  • hvernig meltingarferlið virkar í líkamanum

  • mismunandi mataræði og mismunandi áhrif þeirra


Bóklegt Framhald:

Taugafræði

Þú þarft að geta útskýrt:

  • hvernig mikilvægustu taugaboðefnin okkar vinna

  • hvernig sympatíska- og parasympatíska taugakerfið starfar

  • ferlið sem á sér stað við umbrot glúkósa

  • hvað gerist á mismunandi stigum svefns hjá okkur

Hreyfifræði

Þú þarft að kunna:

  • helstu áttar og hreyfihugtök

  • að útskýra hvernig R.O.M hefur áhrif á hreyfigetu okkar

  • að búa til skimunarpróf og geta útfært þau á hagnýtan hátt

  • að skilja ýmis hugtök varðandi hreyfiferla

Fæðubótarefni

Þú þarft m.a að:

  • skilja hvernig kreatín virkar

  • kunna að ráðleggja fólki um prótíninntöku og þekkja muninn á mysuprótíni og kaseinprótíni

  • vita hvaða áhrif koffín hefur á æfingar

  • vera fær um að kynna þér þær nýungar sem koma á markaðinn

Meiðsli

Þú þarft að þekkja til:

  • algengra vandamála tengdum hnjám, t.d hlaupara-hné, krossbandsáverka o.s.frv.

  • einkenna sciatica og geta útskýrt hugtakið

  • munar á milli t.d. lumbago og brjóskloss

  • hvað gerist við það að fara úr axlalið og hvaða afleiðingar það getur haft

  • slitgigtar og geta útskýrt mögulegar orsakir hennar

  • hvaða áhrif það getur haft á æfingar að vera t.d. með slitgigt eða sykursýkiad o.s.frv.

Bónus:

Þú færð einnig:

  • Markaðssetning og sala. Bestu ráðin til þess að markaðssetja þig til þess að fá viðskiptavini.

  • "Vinna sem einkaþjálfari". Fyrirlestur um hvað það felur í sér að vinna sem einkaþjálfari fyrir líkamsræktarstöð og að vera í eigin atvinnurekstri sem þjálfari.

  • markmiðasetning til styttri og lengri tíma. Hvað er mikilvægt að hugsa um.

  • Dæmi um viðskiptavini með ólík markmið og æfingabakgrunn sem gefur þér góða mynd af því hverju þú átt von á og undyrbýr þig fyrir starfið.


Verklegur hluti:

Þú velur hvenær þú vilt mæta í verklega hlutann:
Næsta verklega helgi tilkynnt fljótlega!

Ketilbjöllur

Þú þarft að kunna:

  • að meðhöndla ketilbjöllur á öruggan og skilvirkan hátt

  • algengustu grunnhreyfingarnar ásamt því að sýna framfarir í flóknari hreyfingum

  • leiðrétta rangar og/eða ílla framkvæmdar hreyfingar

Ólympískar lyftingar

Þú þarft að kunna:

  • grundvallaratriðin í ólympískum lyftingum

  • að geta stjórnað upphitun og kennt hreyfiferla

  • að hafa skilning á framförum til skemmri og lengri tíma

Skimun

Þú þarft að kunna:

  • að meta hreyfingu liðamóta á viðskiptavinunum þínum

  • að gera styrkar- og þolpróf

  • að skilja megintilgang 3D-þjálfunar og 3D-skimunar

  • að geta útfært mismunandi tegundir af líkamsástandsmælingum

Grunnhreyfingar

Þú skalt:

  • hafa breiða þekkingu á grunnhreyfingum líkamans og getu til að samhæfa þær yfir í aðrar hreyfingar

  • hafa þekkingu á öruggum byrjunar- og lokastöðum í öllum æfingum

  • vera fær um að geta aðlagað erfiðleikastig æfinganna að öllum iðkenndum óháð reynslu og getu

Upphitun

Þú þarft að geta:

  • talað um jákvæð áhrif upphitunar

  • þróað upphitunaraðferðir fyrir viðeigandi æfingar

  • nýtt kunnáttu þína til þess að virkja viðeigandi liðamót fyrir þær æfingar sem á að framkvæma

Kinesiology Teip

Þú þarft að kunna:

  • að setja teip til þess að fyrirbyggja meiðsli á viðeigandi svæði líkamans

  • teipa til þess að auka blóð- og vökvaflæði

  • að nota teip til þess að styðja við vöðva og liði

  • halda niðri einkennum t.d. hlauparahnés með því að nota kinesioteip á réttan hátt

Grunn styrktar æfingar

Þú þarft að kunna:

  • grunninn í hnébeygju, bekkpressu, axlapressu og réttstöðulyftu

  • að geta kennt grunnhreyfingarnar á öruggan og skilvirkan hátt

  • að finna út hámarksþyngdir í mismunandi fjölda endurtekninga hjá viðskiptavinum þínum á öruggan hátt