Algengar Spurningar

Að velja sér nám er stór ákvörðun og það er mikilvægt að velja rétt. Endilega lestu í gegn um algengustu spurningarnar sem við fáum og svörin við þeim. Þannig skilur þú hvers vegna flestir velja okkur til þess að læra einkaþjálfarann í fjarnámi. Hafir þú spurningu sem þú hefur ekki fengið svar við, endilega hafðu samband á: support@intensivept.se

 
 

Hversu langt er námið?

-Þarna hefur þú möguleikann á að stjórna svarinu við spurningunni. Fyrirlestrarnir eru “live” á milli 17:00 - 22:00 og eru haldnir á tveggja vikna tímabili. Utan þeirra er það á þína ábyrgð að læra námsefnið. Það er engin hámarkslengd á náminu þótt við ráðleggjum að reyna að klára námið á innan við einu ári.

Hvað kostar námið?

-Heildarkostnaðurinn við námið er 1.980 evrur. Enginn aukakostnaður eða falin verð og þú færð allt sem þú þarft frá okkur til þess að klára námið.

Er hægt að dreifa greiðlunni?

- Já við bjóðum upp á að dreifa greiðslunni niður á 12 mánuði vaxtalaust og án allra aukagjalda. Fyrsta greiðsla fer fram í sama mánuði og námið byrjar eða mánuði fyrr, eftir því hvenær skráning á sér stað.

Hvar get ég unnið eftir að náminu lýkur?

-Þjálfarar sem hafa útskrifast frá IntensivePT eru flestir hverjir að vinna hjá líkamsræktarkeðjum í sínu heimalandi þar sem menntunin fór fram. Þó eru einnig fjöldi þjálfara frá okkur sem starfa viðsvegar um heiminn, t.d. í Bandaríkjunum, Ástralíu, Brasilíu, Möltu ofl. löndum. Þetta nám getur opnað þér margar dyr sem þjálfari út um allan heim.

 

Hvernig fer lokaprófið fram?

Prófið fer fram á netinu og þú tekur það heima fyrir framan tölvuna. Þú hefur 14 daga til þess að fara í gegn um öll kaflaprófin. Þetta eru bæði venjuleg spurningapróf og skilaverkefni. Það kostar ekkert aukalega ef þú þarft að endurtaka próf og þú getur klárað prófið áður en þú tekur verklega hlutann ef þú vilt.

Hvenær get ég tekið verklega hlutann?

-Það verður boðið upp á verklegu kennsluna reglulega á Íslandi og verða þær auglýstar hérna á heimasíðunni okkar þar sem þú getur skráð þig. Verklega helgin fer fram í Reykjavík nema annað sé tekið fram. Þannig getur þú bókað þína eigin dagsetningu fyrir verklega hlutann þegar þér finnst rétti tíminn til þess. Ef það eru einhverjar fleiri spurningar varðandi verklegu helgina, endilega hafðu samband á support@intensivept.se

Hvers vegna er námið svona ódýrt?

-Markmið IntensivePT þegar það byrjaði, var að verða stærsta svona námið í Svíþjóð á 5 árum og það stærsta í Evrópu á 10 árum. Þessu markmiði náum við með því að gefa sem flestum tækifæri á að mennta sig hjá okkur og mæla með okkur við aðra. Það gerum við með því að halda kostnaði hóflegum án þess að það bitni á gæðunum.

 

Hvað gerist ef ég missi af fyrirlestri?

-Allir fyrirlestrar vistast jafn óðum inni á heimasvæðinu þínu þar sem þú getur horft á þá hvenær sem er og eins oft og þú vilt. Það er engin krafa um að klára námið innan ákveðinna tímamarka, þannig að þú getur alltaf unnið upp námsefnið ef þú missir úr.

Hvað gerist ef eitthvað kemur upp á og ég missi af allri námslotunni?

-Það er ekkert vandamál. Allir fyrirlestrar og námsefnið er vistað inni á heimasvæðinu þínu. Einnig koma fleiri verklegar helgar sem þú getur skráð þig á. Þannig að hvað sem kemur upp á, þá getur þú klárað námið á þínum tíma þegar þér finnst rétti tíminn vera kominn.

Fæ ég aðstoð eftir námið?

-Að sjálfsögðu! Þegar þú hefur klárað námið, færðu aðgang að facebook hópnum okkar þar sem þú getur leitað eftir aðstoð, bæði frá kennurum og öðrum útskrifuðum einkaþjálfurum.

Hvernig skrái ég mig?

-Til þess að skrá þig þarftu að fylla út formið á skráningarsíðunni okkar. Þegar því er lokið færðu staðfestingarpóst þar sem þú færð allar upplýsingar til þess að hefja námið. Mundu að allar skráningar eru bindandi.