Nýr hópur byrjar nám hjá IntensivePT

Þá er komið að því að hópur númer 2 til þess að byrja nám hjá einkaþjálfaraskólanum IntensivePT á Íslandi byrji námið sitt á morgun, 30. mars 2020. Byrjar námið með fyrirlestrum á netinu sem standa yfir í tvær vikur. Þar geta nemendur fylgst með og hlustað á kennarana fara yfir efnið ásamt því að geta spurt spurninga út í námsefnið. Fyrirlestrarnir verða allir teknir upp og því geta nemendur horft og hlustað eins mikið og oft á þá og þörf er á til þess að læra námsefnið.

Að loknum fyrirlestrunum bíður nemenda viðamikið próf sem getur tekið allt að 2 vikur að klára. Nemendurnir stjórna hraðanum alfarið sjálfir, bæði hvenær þeir ákveða að taka prófið og á hvaða hraða þeir gera það.

Til þess að útskrifast úr náminu þurfa allir að ljúka verklegum hluta námsins. Vegna ástandsins í heiminum höfum við þurft að fresta næstu verklegu helgi um óákveðinn tíma en þangað til mælum við með því að nemendur einbeiti sér að bóklegum hluta námsins og nýti inniveruna til þess að læra. Verklegi hlutinn verður síðan um leið og tækifæri gefst til.

Næsta nám byrjar 8. júní og er skráning hafin á heimasíðu IntensivePT

https://www.intensivept.is

headerimage_5935_dqd.jpg
Guest User