Námið og Covid 19

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ástandið er búið að vera ansi skrítið og merkilegt undanfarið. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á flest alla einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu.

Fyrir okkur sem einkaþjálfaraskóli hefur þetta í sjálfu sér ekki riðlað mörgum hlutum fyrir okkur. Það helsta er þó að sjálfsögðu frekar stór þáttur af náminu, þáttur sem er mikilvægur fyrir námið sjálft og þá sérstaklega nemendur.

Verkleg helgi

Þar sem samkomubann er í gangi og ráðleggingar um 2 metra bil á milli manna, þá hefur verið ómögulegt með öllu fyrir okkur að halda verklegar helgar þar sem nemendur læra undirstöðuatriðin í þjálfun einstaklinga. Þetta er þó ekki alslæmt og gæti verið mun verra og ætlum við ekki að kvarta yfir þessu miðað við hvað margir þurfa að ganga í gegn um á þessum tíma. Við munum þó halda nemendum upplýstum og látum þá vita um leið og möguleiki er fyrir hendi að halda verklega helgi, jafnvel verða þær fleiri með stuttu millibili til þess að anna eftirspurn.

Fjarnám

Einn af stærstu kostunum við námið er sá að utan verklegu helgarinnar, er námið alfarið á netinu. Þetta gerir það að verkum að nemendur hafa geta haldið náminu áfram að miklu leyti án truflana og hefur þetta hentað þeim nemendum sem halda sig heima einstaklega vel. Margir eru duglegir þessa dagana að hlusta á fyrirlestrana og fara vel í gegn um námsefnið og eru vel undirbúnir fyrir lokaprófið.

Lokapróf

Það sem við höfum ákveðið að gera til þess að nemendurnir verði fyrir sem minnstri truflun er að leyfa þeim að fara í lokaprófið án þess að vera búin með verklegu helgina. Lokaprófið er mjög krefjandi og þurfa nemendur að vera orðnir vel undirbúnir til þess að taka það. Hver nemandi fyrir sig ákveður hvenær hann tekur prófið sem er skipt upp í nokkra áfanga eftir fögum. Inn á milli leynast síðan skemmtileg verkefni sem nýtast þeim vel þegar á vinnumarkaðinn er komið. Þegar nemandi byrjar lokaprófið hefur hann 14 daga til þess að ljúka því á sínum eigin hraða.

Þeir nemendur sem hafa lokið prófinu þurfa síðan bara að bíða þolinmóðir eftir því að við fáum leyfir aftur til þess að halda verklega helgi og þá er útskrift handan við hornið.

Höfundur er Dóri Tul. framkvæmdastjóri IntensivePT á Íslandi.

Dóri Tul á Instagram

online-learning-providing-hope-in-times-of-crisis-1024x574.jpg
Guest User