Nokkrir kostir við það að vera einkaþjálfari

Hefur þú hugsað um að þig langi til þess að starfa sem einkaþjálfari en hefur aldrei látið verða af því? Afhverju ekki? Við vitum vel að öll störf hafa sína kosti og galla og ég get sagt með hreinni samvisku að kostirnir við að starfa sem einkaþjálfari eru miklu fleiri og stærri en gallarnir nokkurn tímann.

Hérna eru nokkrir kostir þess að starfa sem einkaþjálfari.

1. Starfaðu við það sem þú elskar

Starfaðu við það sem þú elskar og þú munt aldrei aftur þurfa að vinna dag í lífi þínu. Það er smá sannleikur í þessari setningu. Ef þú elskar að æfa og vera í ræktinni, getur þú ímyndað þér að gera það alla daga og fá borgað fyrir það? Leiðbeina viðskiptavinum í gegn um æfingar, búa til æfingaráætlanir og matarplön, kenna hóptíma og margt fleira - þetta gæti verið daglegt brauð sem einkaþjálfari.

2. Að eiga heilsusamlega starfsferil

Daglegt líf í dag er frekar óheilbrigt, að mestu vegna mikillar kyrrsetu og slæmrar næringu. Mikið af kyrrsetu einstaklinga er vinnutengd og jafnvel þótt þeir hreyfi sig utan vinnu, þá er það bara ekki alltaf nóg. En þú sem starfandi einkaþjálfari munt ekki upplifa það. Þú verður ekki á bak við skrifborð í vinnunni heldur ertu á hreyfingu yfir daginn og þar af leiðandi nýtur þú betri almennrar heilsu í starfinu þínu en margir aðrir.

3. Þénaðu eins mikið, eða eins lítið og þú vilt

Laun einkaþjálfara eru mjög misjöfn á milli einstaklinga. Það er vegna þess að þessi starfsgrein býður upp á virkilega mikinn sveigjanleika. Þú getur gert þetta að fullu starfi, unnið í líkamsræktarstöð á venjulegum launum, verið í hlutastarfi eða fyrir sjálfan þig, og þannig stjórnað vinnustundunum þinum og launum.

Þessi sveigjanleiki gerir ekki einungis það að verkum að þú getir haft áhrif á launin þín, heldur gefur þetta þér einnig tækifæri á að ákveða hvernig þú vilt að starfið sé. Vilt þú reka þitt eigið fyrirtæki sem þjálfari? Þú getur gert það. Eða líkar þér betur að vera starfsmaður hjá einhverjum öðrum, það er nóg af framboði fyrir báðar leiðir.

4. Veldu hvaða leið þú vilt fara sem þjálfari

Þessi sveigjanleiki nær einnig til sjálfs starfsferilsins þíns. Þú getur verið almennur einkaþjálfari en þú hefur þá einnig fleiri valmöguleika. Ekki nóg með það að þú getur stjórnað því hvort þú sért þinn eigin herra eða vinnir fyrir aðra, sért í fullu starfi eða hlutastarfi eins og við ræddum hér að ofan. Heldur getur þú líka valið á milli þess hvernig þjálfun þú býður upp á. Með einkaþjálfararéttindunum þínum gætir þú unnið við eitthvað, eða jafnvel allt af eftirfarandi:

  • Einkaþjálfari í líkamsræktarstöð

  • Hóptímakennari

  • Boot camp þjálfari

  • Hjálpað fólki við þyngdarstjórnun

  • Fyrirtækjaþjálfun og ráðgjöf

  • Fjarþjálfun

5. Þú getur unnið hvar sem er

Þar sem fólk er almennt að átta sig betur og betur á því hversu mikilvæg heilsa er einstaklingum, eru einkaþjálfarar eftirsóttir hvar sem er í landinu, og jafnvel á flestum stöðum í heiminum. Þú getur sinnt þessu starfi í smábæjum jafnt sem stórborgum og í raun út um allan heim. Einkaþjálfarar þurfa alltaf að vera til staðar fyrir einstaklinga sem eru að leitast eftir því að ná sínum markmiðum.

Í raun hafa rannsóknir sýnt að þjálfarastörf innan líkamsræktarstöðva eru í meiri aukningu en meðaltal annarra starfsheita.

6. Þú getur æft alla daga þegar þú vilt

Þú hefur líklegast hugsað um þetta starf út frá því að þú hefur brennandi áhuga á líkamsrækt eða heilsu. Sem einkaþjálfari hjálpar þú viðskiptavinum þínum með æfingar og almenna heilsu, en það er einnig búist við því af þér að þú lifir heilbrigðum lífsstíl. Þú ert mikið innan líkamsræktarstöðva og stjórnar þínum eigin vinnutíma, þannig að þú getur alltaf fundið eða búið til tíma fyrir þínar eigin æfingar.

7. Af öllu því góða sem fylgir því að vera einkaþjálfari, þá er það að hjálpa fólki það besta

Án alls vafa þá er þetta eitt það besta við starfið, að geta hjálpað fólki að líða betur og verið partur af öllum þeim jákvæðu breytingum sem eiga sér stað í lífi fólks. Þetta eru stærstu launin í þessu starfi og fátt jafnast á við það að sjá viðskiptavini sína ná sínum markmiðum. Þeir sem þú þjálfar munu ekki alltaf vera alsáttir við þig, en þegar þeir ná sínum markmiðum og sjá þær frábæru breytingar sem hafa átt sér stað, munu þeir verða þér ævinlega þakklátir.

Að æfa snýst nefnilega ekki bara um að breyta líkamanum, langt því frá. Það sem þú færð að gera er nefnilega að hvetja fólk áfram og hjálpa þeim að átta sig á því hvað það getur í raun og veru, leiða það í átt að betra sjálfstrausti og sjálfsáliti. Þetta eru miklar og góðar breytingar og þú færð að vera partur af þeim.

Image.jpeg
Guest User