5 einföld en mikilvæg ráð í átt að betra mataræði

Oft þegar fólk ætlar að byrja að taka til í mataræðinu og fara að borða heilsusamlegra, þá snýr það öllu á hvolf og fer alla leið! Breytir öllu og ætlar að taka næringuna á hörkunni í nokkrar vikur til þess að nátilætluðum árangri. En það þarf ekki alltaf að gera risa breytingar og taka allt í gegn. Það er ótrúlegt hvað örfáir einfaldir hlutir geta breytt miklu.

1. Borðaðu vel af ávöxtum og grænmeti

Það vita allir að ávextir og grænmeti er gott fyrir okkur, en ég held samt að alltof margir borði of lítið af því. Hugsaðu um að reyna að hafa hálfan diskinn þinn fullan af grænmeti eða/ávöxtum í hverri máltíð. Stútfullt af næringarefnum, vítamínum, trefjum og steinefnum. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að ávextir og grænmeti minnki líkur á hjartasjúkdómum, háum blóðþrýsting og jafnvel sumum tegundum af krabbameini.

2. Veldu betri fitu.

Að borða minna af slæmri fitu ætti að vera jafn auðvelt og að skipta úr nýmjólk í léttmjólk eða nota ólífuolíu í staðinn fyrir smjör þegar þú steikir á pönnu. Við þurfum fituna og viljum borða hana, en það getur verið sniðugt að velja hana rétt. “Plant based” fæða eins og ólífuolía, hnetur, fræ og avókadó innihalda holla fitu sem er nauðsynleg fyrir orku og frumuvöxt. Til þess að fá meira af góðri fitu í mataræðið, fáðu þér hnetur sem kvöldnasl í staðinn fyrir óholla snakkið, fáðu þér kalkúnakjöt í staðinn fyrir feitt kjöt og settu avókadósneið ofan á brauðið svo fátt eitt sé nefnt.

3. Drekkum vatn en ekki orkudrykki eða gos

Ef það sem þú drekkur yfir daginn er mestmegnis eitthvað annað en venjulegt vatn (gos, kaffi, orkudrykkir og safar), þá ertu líklegast að innbyrða auka kaloríur og sykur. Fólk heldur almennt að það sé gott að drekka safa í staðinn fyrir vatn, en ekkert kemur í staðinn fyrir vatn. Borðum frekar ávexti heldur en að drekka þá, það er miklu heilsusamlegra. Vatnið fer langt á veg með að auka almenna heilsu og vellíðan, hver einasta fruma í líkamanum þarfnast vatns til þess að virka fullkomlega. Það hjálpar einnig meltingunni.

Skiptu út sykruðum drykkjum og reyndu að drekka 6-8 glös af vatni á dag. Til þess að ná því markmiði, byrjaðu og endaðu alla daga á vatnsglasi og hafðu vatnsbrúsa hjá þér yfir daginn.

4. Borðaðu meiri trefjar

Trefjarík fæða eins og ávextir, grænmeti, hafrar og baunir geta lækka kólesterólið ásamt því að hafa góð áhrif á okkur gagnvart hjartasjúkdómum og sykursýki 2. Ásamt því að trefjarnar fá okkur til þess að líða eins og við séum södd lengur þá hafa þær líka mjög góð áhrif á meltinguna.

Til þess að fá meira af trefjum, getum við fengið okkur heilkornabrauð í staðinn fyrir fínt brauð, brún hrísgrjón í staðinn fyrir hvít og fengið okkur t.d epli í millimál eftir að hafa fengið okkur hafragraut í morgunmar.

5. Höfum skynsamlegar skammtastærðir

Þegar við hugsum um að hafa réttar skammtastærðir eru nokkrir þættir sem geta hjálpað til, t.d:

  • Að borða af disk en ekki upp úr poka eða pakka.

  • Forðast að narta í eitthvað á milli mála eða yfir sjónvarpinu.

  • Kaupa skammtastærðir sem henta þér.

  • Að borða hægt og rólega og njóta hvers bita og bragðsins.

Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið og það er jafnvel hægt að byrja bara á einum punkti af þessum 5 punktum hér að ofan. Síðan er hægt og rólega að bæta við fleiri punktum og taka þetta skref fyrir skref í rétta átt.

table-with-grains-vegetables-fruit-768.jpg
Guest User