Hvernig á að selja einkaþjálfun

Að hafa rétt verkfæri í höndunum


Það sem skiptir mestu máli er að þú skapir bestu mögulegu aðstæðurnar til þess að selja þjónustuna þína þegar þú hittir hugsanlegan viðskiptavin.

T.d opnaði það nýjan heim fyrir mig þegar ég fór að nota fyrstu viðnámsvogina mína, hún er af nýjustu gerð og ótrúlega nákvæm miðað eldri vogir. Hún er fljót að vinna, gefur skemmtilega tölfræði og er nógu nákvæm fyrir almenning að nota.

 Að gera sjálfar mælingarnar tekur minna en 1 mínútu. Restina af 30 mínútna viðtali sit ég og tala um tölurnar, brýt þær niður og útskýri hvað þær þýða. Aðal áherslurnar legg ég á vöðvamassa, fituprósentu, vökvabúskap líkamans og kviðfitu. Þetta virðast vera þau atriði sem hafa hvað mest áhrif á fólk. Þegar ég hef útskýrt þessa hluti og farið vel yfir þá segist ég einfaldlega vera með plan til þess að koma tölunum í betri farveg og spyr hvenær við eigum að byrja.

 Þegar fólk sér svart á hvítu hvað þarf að gerast til þess að líða betur og ef það veit að þú hefur réttu verkfærin og gott plan fyrir það, þá vill það koma í þjálfun til þín.

 Núna er ég ekki að segja að þið þurfið að hoppa út í búð og kaupa viðnámsvog og um leið séu þið orðin fullbókuð. Finnið mismunandi leiðir til þess að selja og hámarkið síðan þær leiðir sem virka best fyrir ykkur. Ef það þarf að kaupa einhverskonar búnað til þess, þá mun það borga sig til baka fljótlega þegar þið aukið fjölda viðskiptavina með þeirri aðferð. Bjóddu upp á liðleikapróf og hinar ýmsu mælingar, farðu yfir matardagbók saman með einstaklingnum. Prófaðu ýmsar leiðir og sjáðu hvað virkar fyrir þig, leggðu síðan áherslu á að fullkomna þá aðferð.

inbody720_img.jpg
Guest User