Að setja góð markmið fyrir viðskiptavini okkar

Settu upp gott markmið
Það er ekki alltaf auðvelt að setja sér markmið og sérstaklega ekki að ná þeim, en það þýðir ekki að það eigi að sleppa því eins og alltof margir gera, þvert á móti! Og hver sagði að það ætti að vera auðvelt? Markmiðum er hægt að skipta í tvo flokka innri og ytri markmið.

Innri markmiðin snúa að einstaklingnum og hegðun hans á meðan ytri markmiðin snúa meira að árangri. Auðvitað viljum við ná árangri, en það er virkilega mikilvægt að uppfylla bæði innri og ytri markmið til þess að hámarksárangur náist. Skoðum þetta aðeins nánar. Innri markmiðin snúast um tilfinningar og líðan einstaklingsins og hér fáum við góð tækifæri til þess að hafa áhrif á ytri markmiðin, svo framarlega sem þau séu raunhæf og í takt við það sem viðskiptavinurinn vill og að hann sé tilbúinn til þess að takast á við þau.

 Dæmi um innri markmið:
-Að mæta á æfingu þrisvar sinnum í vikunni.
-Takmarka nammiát á ákveðnum dögum.
-Borðaðu hollt 5 daga vikunnar, leyfðu þér meira hina tvo dagana.
-Að hafa ánægju af æfingunum sem þú gerir og að gera þitt besta á æfingum.
-Að líða vel (líka þótt ytri markmiðum sé ekki náð).

-Reyna að minnka allt stress.
Sum af þessum markmiðum er auðvelt að meta og það er jafnvel hægt að setja upp heimaverkefni fyrir viðskiptavinina á meðan önnur markmið er t.d hægt að mæla með því að ákvarða skala á bilinu 1-10 og láta viðskiptavininn meta líðan sína út frá skalanum í hverri viku.

 Ytri markmið:
Hérna getum við notast við SMART-aðferðina, þ.e að eitt markmið þarf að vera:

Sérstakt
Mælanlegt
Aðlaðandi
Raunhæft
Tímabundið

 -Þannig þarftu að vita hvert markiðið er, einhver ákveðinn sérstakur punktur sem þú stefnir að.

-Þú þarft að hafa það mælanlegt, sama hvort það er í þyngd, sentimetrum, tíma eða hverju sem er, alltaf gott að hafa tölur sem segja þér svart á hvítu hvort þú sért að ná markmiðinu.

-Það þarf að vera aðlaðandi þ.e þú þarft að vilja ná þessu markmiði, ef makmiðið er ekki spennandi eða skemmtilegt, þá er það dæmt til þess að mistakast.

-Markmið þurfa alltaf að vera raunhæf, annars muntu aldrei ná markmiðinu og það væri nú heldur betur tilgangslaust.

-Þegar við tölum um að hafa markmið tímabundin þá viljum við ekki endilega falla á tíma, en við viljum setja okkur ákveðinn tímaramma sem við höfum. Þetta ýtir okkur áfram og setur smá pressu á okkur, einnig getum við haft fleiri skammtímamarkmið innan þessa tímaramma.

 Núna er bara að setjast niður og setja sér gott markmið!

GOAL-SETTING.png
Guest User