Fyrstu verklegu helginni hjá IntensivePT á Íslandi lokið

Núna í febrúar var fyrsta verklega helgin hjá IntensivePT á Íslandi haldin í Crossfit Kötlu í Holtagörðum, Reykjavík. Þangað mætti hluti af þeim nemendum sem byrjuðu námið í janúar til þess að læra af kennurum skólans. Meðal annars var farið í stóru lyftingaræfingarnar, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, ólympískar lyftingar, teygjur, ketilbjöllur og margt fleira. Aðal áherslan var sett á að kenna nemendunum að sýna æfingarnar, leiðbeina og leiðrétta, eða með öðrum orðum að læra að þjálfa aðra.

Hér má sjá Árna Björn kennara skólans fara yfir ketilbjöllurnar með nemendunum.

Hér má sjá Árna Björn kennara skólans fara yfir ketilbjöllurnar með nemendunum.

Það var virkilega gaman að sjá þennan hóp samankominn og greinilegt að það er mikið af áhugasömum einstaklingum sem verður gaman að fylgjast með koma inn á vinnumarkaðinn innan skamms.

Verklegi hlutinn er skylda í náminu og því þurfa allir sem fara í gegn um námið að taka þennan hluta. Þetta var hörkuskemmtilegt, flott þátttaka og frábær leið fyrir nemendurnar að kynnast og byggja upp tengslanet fyrir framtíðina. Það er allavega augljóst að Ísland er í góðum málum þegar kemur að núverandi og verðandi einkaþjálfurum um land allt.

Við óskum öllum þeim sem luku verklega hlutanum til hamingju með áfangann og óskum þeim góðs gengis við að ljúka náminu.

Hluti af hópnum í verklega hlutanum ásamt kennurum.

Hluti af hópnum í verklega hlutanum ásamt kennurum.

Guest User