Pössum hreinlæti á líkamsræktarstöðvum á þessum Covid-tímum

Þegar það kemur að hreinlæti vitum við að líkamsræktarstöðvar eru hugsanlega ekki besti staðurinn. Í gegn um þær streymir fjöldi fólks sem hefur sama markmiðið, að nýta öll þau tæki og tól sem á staðnum eru til þess að ná sínum markmiðum. Þetta geta verið handlóð, stangir, föst tæki, prik, teygjur og margt, margt fleira.

Við getum líklegast sannmælst um það að fæstir af þeim sem mæta í ræktina (fyrir Covid) eru að þvo sér sérstaklega um hendur eða sótthreinsa áður en þeir fara inn í tækjasal eða hóptímasal. Þetta leiðir til þess að á fáum stöðum finnum við fleiri sýkla en einmitt á t.d lóðum, þar sem hundruðir ef ekki þúsundir manns eru að nota sömu handföngin hver á eftir öðrum.

Flestum þykir þetta nú ekkert stórmál undir venjulegum kringumstæðum, en í dag eru bara allt aðrir tímar og núna þurfum við virkilega að huga að þessum hlutum. Við þurfum að hjálpast að til þess að halda líkamsræktarstöðvum opnum og til þess að minnka líkur á smitum í samfélaginu.

Að mínu mati er nefnilega stórkostlega mikill ávinningur að geta haft líkamsræktarstöðvar opnar í miðjum faraldri. Það sem helst spilar inn í það er andleg líðan fólks, að geta stundað sína reyfingu og fengið þá útrás sem það þarf í ræktinni á meðan á þessu ástandi stendur.

_113060542_gettyimages-1215470291.jpg

Það sem við þurfum að passa okkur á:

  • Að sótthreinsa á okkur hendurnar strax við komuna á líkamsræktarstöðina.

  • Að þvo okkur vel um hendur og sótthreins aftur eftir að við höfum skipt um föt og áður en við höldum inn í sal.

  • Sótthreinsum snertifleti sem við þurfum að nota bæði fyrir og eftir notkun. Ég hef tekið eftir því að margir þrífa og/eða sótthreinsa eftir að hafa notað eitthvað tæki, hið besta mál. En vitum við hvort aðilinn sem notaði það á undan okkur hafi þrifið það eftir sig? Þrífum því fyrir notkun til þess að lágmarka hættu á að við smitumst, og þrífum eftir okkur til þess að lágmarka að við smitum einhvern.

  • Ef við erum að “súpersetta” þ.e. flakka á milli tveggja æfinga, pössum þá að hafa báðar stöðvar í sjónmáli og að enginn annar geti byrjað að nota tækið áður en við höfum lokið okkur af og þrifið tækið eftir okkur.

  • Pössum upp á fjarlægðarmörk á milli einstaklinga. Auðvitað eru vinir eða ættingar sem umgangast alla daga að æfa saman og þá er það eitt, en annað er að vera ofan í ókunnugum í ræktinni. Við skulum t.d. sleppa því að hóa í næsta einstakling sem við þekkjum ekki og biðja hann um að spotta okkur í bekkpressu þar sem hann stendur yfir okkur og frussar og slefar yfir okkur. Eða að fá einhvern til þess að standa við hnébeygjuna hjá okkur og gjörsamlega anda ofan í hálsmálið á okkur.

  • Síðan er að sjálfsögðu gott að spritta sig alltaf eftir að við skiptum um tæki.

  • Ágætt er að spreyja einnig í pappír og þurrka af sótthreinsibrúsanum, það eru margar hendur sem meðhöndla hann og því gott að sótthreinsa hann reglulega.

  • Síðan er sama rútínan á leiðinni úr ræktinni, sótthreinsa sig þegar gengið er út úr salnum og svo sápuþvo sér í klefanum og sótthreins enn eina ferðina á leiðinni út úr húsinu.

Ef við hjálpumst að og höldum okkur í þessari einföldu rútínu, þá ættum við að komast yfir þetta tímabil á öruggari hátt og minnkum þannig líkurnar á að líkamsræktarstöðvum verði aftur lokað. Ásamt því að þetta tímabil gengur kannski fyrr yfir á litla Íslandi.

Höfum þessa hluti alltaf á bakvið eyrað og hjálpumst að!

maxresdefault1.jpg
Guest User