Hvernig er námið uppbyggt?

Við höfum fengið mikið af spurningum um uppsetningu námsins. Þá sérstaklega hvað það tekur langan tíma.

Í byrjun náms fara fram fyrirlestrar í gegn um internetið og fara þeir fram á tveggja vikna tímabili. Eftir hvern fyrirlestur vistast hann inn á heimasvæði nemandans þar sem það er hægt að horfa á fyrirlesturinn eins oft og vilji er til og í eins langan tíma og þörf er á. Þetta á við um alla fyrirlestrana.

Eftir að allir fyrirlestrarnir hafa farið fram er það á ábyrgð nemandans að fara í gegn um allt námsefnið og læra það. Þetta gerir þú á þínum eigin hraða og það eru engin takmörk fyrir því hversu langan tíma þú gefur þér í námið. Þó mælum við með því að reyna að klára það á innan við einu ári. Meðal námstími nemenda við skólann er í kring um 8-10 vikur, þótt margir þurfi annaðhvort styttri eða lengri tíma.

Þegar nemandinn hefur farið í gegn um allt námsefnið, lært það og telur sig tilbúinn til þess að fara í lokaprófið, ákveður hann sjálfur hvenær hann vill byrja að taka það. Þetta er heimapróf sem tekið er á netinu fyrir framan tölvu. Um leið og lokaprófið hefur verið opnað hefur nemandinn 14 daga til þess að klára prófið sem er byggt upp á almennum spurningum úr námsefninu og skilaverkefnum.

Ef nemandi fellur á lokaprófinu, kostar ekkert að taka það aftur og getur hann tekið það eins oft og þörf er á.

Til þess að ljúka náminu þarftu einnig að mæta á verklega helgi og taka þátt í henni með öðrum nemendum skólans. Þarna er aðalmarkmið kennslunnar að kenna nemendum að kenna og sýna ákveðnar æfingar og hreyfingar, allir geta því tekið þátt í verklegu helginni, óháð getu eða líkamlegu ástandi.

Þú getur valið hvort þú tekur lokaprófið fyrir eða eftir verklegu helgina, það er alveg undir þér komið.

Til að byrja með, stefnum við á að hafa 4 verklegar helgar sem haldnar verða í Reykjavík og verður þeim dreift yfir árið 2020 og auglýstar með fyrirvara svo nemendur geti skipulagt sig út frá þeim.

Ef einhverjar fleiri spurningar varðandi námið koma upp. Endilega sendið tölvupóst á info@intensivept.eu

ipt_11.jpg
Guest User