Skráningu sagt upp eftir að afskráningarfrestur er liðinn.

Okkur þykir leiðinlegt að þú finnir að þú sjáir þér ekki fært að taka þátt í náminu. Í skráningarforminu okkar er tekið sérstaklega fram að allar afskráningar þurfi að berast skriflega á netfangið okkar, í síðasta lagi 14 dögum eftir skráningu. Þetta samþykktir þú við skráningu formsins sem gildir sem greiðslusamningur.

Skjáskot úr skráningarforminu.

Skjáskot úr skráningarforminu.

Þessi skilyrði eru í samræmi við lög um neytendakaup nr. 48/2003.

Hvers vegna er hnappur í skráningarforminu fyrir “samþykki á skilmálum er varða 14 daga frest til þess að afskrá sig úr náminu” í skráningarforminu?

Það er á engan hátt hægt að fylla út skráningarformið án þess að samþykkja þessa skilmála og er það hannað til þess að koma í veg fyrir misskilning þegar kemur að þessu atriði. Er þetta liður í kaupsamningi á milli seljanda og kaupanda. Þar af leiðandi þurfa allar beiðnir um afskráningu úr náminu að koma í gegn um tölvupóstfangið info@intensivept.eu Samskipti í gegn um tölvupóst koma í veg fyrir misskilning og sýna einnig fram á ákveðna tímalínu í ferlinu við afskráningu, það er, hvort afskráning fari fram innan 14 daga eða ekki.

Til þess að tryggja skilning á þessum reglum, bendum við á “Skilmálana” sem eru á heimasíðunni.

IntensivePT Ísland Skilmálar Atriði nr. 20: Refund policy.

Ef þú hefur skráð þig í námið en vilt ekki ljúka því, þarftu engu að síður að greiða námið að fullu. IntensivePT býður upp á námið sem þjónustu, ekki sem prófskírteini - fyrir vikið, breytir það ekki skilyrðum þjónustunnar ef kaupandi tekur ekki prófið.


Hvernig er hægt að afskrá sig eftir að afskráningarfrestur er liðinn? Það eru þrjár leiðir sem hægt er að fara: ATH - Það er ekki hægt að afskrá sig þegar kúrsinn er byrjaður!

Þú ert að flytja erlendis

Við skiljum að það getur verið erfitt að ljúka náminu ef þú flytur erlendis. Þess vegna er möguleiki á að afskrá sig úr náminu, jafnvel þótt að 14 daga afskráningarfresturinn sé liðinn og ef verklegi hlutinn er ekki búinn. Til þess að gera það, þarftu að útskýra aðstæður fyrir IntensivePT með tölvupósti á info@intensivept.eu og setja í viðhengi skjöl sem staðfesta flutningana. Þetta geta t.d. verið leigusamningur, reikningar, stofnun bankareiknings eða einhver önnur opinber skjöl frá viðurkenndri stofnun þar í landi.

Langvarandi veikindaleyfi

Þú hefur annað hvort slasað þig eða ert í langvarandi veikindaleyfi - við þessar aðstæður skiljum við fullkomlega að þú getir þurft að afskrá þig. Ef þú þarft að afskrá þig við þessar aðstæður, sendu tölvupóst á info@intensivept.eu og settu viðeigandi skjöl í viðhengi til þess að sýna fram á aðstæðurnar. Ef það hentar betur fyrir þig, þá getum við haft samband við lækninn þinn til þess að fá staðfestingu.

Fölsun skjala og/eða persónuupplýsinga

Ef einhver annar en þú hefur skráð þig og notast við persónuupplýsingarnar þínar án þín leyfis, er að sjálfsögðu ekki krafa um að þú takir þátt í náminu. Til þess að afskrá þig, vinsamlegast sendu tölvupóst á info@intensivept.eu með staðfestingu frá lögreglu í viðhengi til upplýsinga um alvarleika málsins. Skjalið þarf ekki að vera upprunalegt, það er nóg að senda afrit.


Ekkert af ofangreindu á við um þínar aðstæður en þú vilt engu að síður afskrá þig úr kúrsinum.

Við þessar aðstæður þarf að greiða afskráningarsekt að andvirði 500 Evrur. Sendur er linkur til þess að ganga frá greiðslu og þarf þessi beiðni að koma skriflega á tölvupóstfangið info@intensivept.eu þar sem er skrifað “afskráningarbeiðni” undir “Viðfangsefni”.


Hvað gerist ef ég hef enga af ofangreindum ástæðum en ákveð að hætta að borga fyrir námið áður en ég hef greitt það að fullu?


Samstarfsaðili okkar við þessar aðstæður er Svea Inkasso, sem taka yfir þær kröfur sem komnar eru í 3 mánaða vanskil. Við munum senda þér áminningar um að greiða fyrstu þrjá mánuðina en eftir það fer það alfarið í hendur Svea Inkasso

Þá færast öll gögn yfir til Svea Inkasso sem munu senda þér kröfubréf og reyna að semja við þig um greiðslu. Með þessu getur fylgt stóraukinn kostnaður og jafnvel frekari refiaðgerðir.